febrúar 9, 2015

Team Spark

Nemendum GERT skólanna býðst heimsókn frá fulltrúum Team Spark þar sem þau segja frá þeim ævintýrum og áskorunum sem þau hafa upplifað með þátttöku sinni í Formula Student. Liðið kynnir sömuleiðis allar þær verkfræðinámsbrautir sem Háskóli Íslands hefur upp á að bjóða. Einnig býðst skólum að fara í heimsókn í vinnustofu Team Spark í Háskóla Íslands til að sjá TS17 (LAKA) bílinn frá síðasta starfsári og jafnvel eldri hannanir liðins.

Team Spark er lið Háskóla Íslands sem keppir á hinni alþjóðlegu kapp­akst­urs- og hönn­un­ar­keppni Formula Stu­dent sem hald­in er árlega í allt að þremur heimsálfum. Hópurinn samanstendur af rúmlega 40 nemendum sem stunda nám við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands.

 

Bókið kynningu frá Team Spark

Nánari upplýsingar hjá Kristjönu Björk Barðdal, markaðsfulltrúa Team Spark, S: 858-7862

Ítarlegri upplýsingar um Team spark er að finna hér á heimasíðu liðsins.

kristjana@teamspark.is

Nemendurnir koma úr ýmsum greinum svo sem vélaverkfræði, iðnaðarverkfræði, rafmagns- og tölvuverkfræði, verklegri eðlisfræði, hagnýtri stærðfræði og tölvunarfræði.

Raf­knúni kapp­akst­urs­bíl­inn sem liðið hannaði í fyrra heitir Laki. Í Formula Stu­dent er keppt í tveim­ur flokk­um. Í flokki 1 eru lið dæmd út frá bæði hönn­un ein­stökum hlutum bíls­ins sem og akstri hans á kapp­akst­urs­braut, en í flokki 2 kynna liðin hönn­un og áætlan­ir sín­ar. Árið 2011 hófst þátttaka liðsins og síðan þá hefur orðið mikil bæting í hönnun og þróun bílsins, en liðið þarf að hanna og smíða nýjan bíl á hverju ári.