febrúar 9, 2015

Team Spark

Nemendum GERT skólanna býðst heimsókn frá fulltrúum Team Spark þar sem þau segja frá þeim ævintýrum og áskorunum sem þau hafa upplifað með þátttöku sinni í Formula Student. Einnig býðst skólunum að fara í heimsókn í vinnustofu Team Spark í Háskóla Ísland til að sjá TS16 bílinn sjálfann.

Team Spark er lið Háskóla Íslands sem keppir á hinni alþjóðlegu kapp­akst­urs- og hönn­un­ar­keppni Formula Stu­dent sem hald­in er árlega á Sil­verst­one-keppn­is­brautnni í Bretlandi. Hópurinn samanstendur af rúmlega 30 nemendum sem stunda raungreinanám við Háskóla Íslands.

 

Bókið kynningu frá Team Spark

Nánari upplýsingar hjá Marín Lilju Ágústsdóttur, framkvæmdarstjóra Team Spark, S: 663-2865

Ítarlegri upplýsingar um Team spark er að finna hér á heimasíðu liðsins.

teamsparkiceland@gmail.com

Nemendurnir koma úr ýmsum greinum svo sem vélaverkfræði, iðnaðarverkfræði, rafmagns- og tölvuverkfræði, viðskiptafræði og einnig nemendum úr vöruhönnun við Listaháskóla Íslands sem koma að hönn­un á út­liti bílsins sjálfs.

Raf­knúni kapp­akst­urs­bíl­inn sem liðið hannaði í fyrra kallaðist TS16. Í Formula Stu­dent er keppt í tveim­ur flokk­um. Í flokki 1 eru lið dæmd út frá bæði hönn­un ein­stökum hlutum bíls­ins sem og akstri hans á kapp­akst­urs­braut, en í flokki 2 kynna liðin hönn­un og áætlan­ir sín­ar.