janúar 9, 2015

Fab Lab námskeið

Kennurum GERT skólanna býðst að fara á Fab lab námskeið fyrir kennara. Á námskeiðinu er áhersla lögð á að opna augu kennara fyrir möguleikum sem þar eru til staðar til þess að byggja upp færni til þess að takast á við nýjar áskoranir 21.aldar og koma að hönnun og þróun nýrrar tækni og hönnunar. Í kjölfarið hafa kennarar komið með nemendahópa í smiðjuna til að þjálfa nemendur og vinna verkefni.

Á námskeiðinu fá kennarar fá reynslu af frumgerðahönnun og smíði í Fab Lab-smiðju en meðal annars geta kennarar fengið kennslu á notkun tölvufræsara, laserskera, vinnslu þrívíddarteikninga fyrir viðarfræsara og kynningu á Arduo iðntölvum. Kennarar sem sækja námskeiðið þurfa ekki að hafa sérmenntun á þessu sviði heldur aðeins að vera áhugasamir um skapandi nám og kennslu.

Ítarlegri upplýsingar og skráning í Fab lab námskeið:

Fab Lab Reykjavík - Bas Withagen, Linda Wanders og Stefanía Kristinsdóttir, reykjavik@fablab.is / s: 567 5522

Fab Lab Vestmanneyjar – Frosti Gíslason, frosti@nmi.is  / s: 522 9440 / 861 5032

Fab Lab Sauðárkrókur – Valur Valsson, valurv@nmi.is / s: 861 9802,

Fab Lab Ísafjörður - Þórarinn Bjartur Breiðfjörð Gunnarsson, doddi@nmi.is / s: 522 9463

Fab Lab Austurland - Lilja Guðný Jóhannesdóttir lilja@austurbru.is / s: 477 1285