Fab Lab (Fabrication Laboratory) er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjurnar gefa ungum sem öldnum tækifæri til að hanna, móta og framleiða með aðstoð stafrænnar tækni og þannig þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd.
„Þannig verða hugmyndir og draumar fólks að veruleika í Fab Lab, því í slíkum smiðjum er fundinn farvegur fyrir flest það veraldlega sem manneskjan þráir, þar sem hún getur teiknað, hannað, útfært og framleitt alla þá hluti, sem hana dreymir um að eiga en finnur hvergi,“ - Frosti Gíslason, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Ísland.
Til dæmis býðst notendum möguleiki á að hanna og prenta/skera út í þrívídd þannig að í verklok er tilbúin frumgerð að hlutnum. Fab lab smiðjurnar bjóða upp á mikla fjölbreyttni í verkefnum og geta komið til móts við mjög ólíkar þarfir og áhugasvið.
Fab lab smiðjurnar eru fimm talsins; í Reykjavík, í Vestmannaeyjum, á Sauðarkróki, á Ísafirði og í Fjarðarbyggð. Markmiðið smiðjanna er að auka þekkingu skólafólks og almennings á persónumiðaðri framleiðslu og stafrænum framleiðsluaðferðum í iðnaði og nýsköpun. Verkefninu er ætlað að auka áhuga á verk- og tækninámi í grunn- og framhaldsskólum, auka almennt tæknilæsi og tæknivitund og efla hæfni til nýsköpunar í námi og atvinnulífi.
Staðsetningar smiðjanna:
Fab Lab Reykjavík, Austurberg 5, Reykjavík, nánari upplýsingar veita Arnar Daði Þórisson, Linda Wanders og Þóra Óskarsdóttir í síma 570 5636, reykjavik@fablab.is.
Fab Lab smiðja er í starfsstöð Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands að Faxastíg 36, í Vestmannaeyjum, s: 522 9440 / 861 5032, starfsmaður er Frosti Gíslason, frosti@nmi.is
Fab Lab Sauðárkrókur, í verknámshúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, 550 Sauðárkróki, s: 865 0619, starfsmaður er Karítas Sigurbjörg Björnsdóttir, fablabsaudarkrokur@gmail.com
Fab Lab Ísafjörður, í Menntaskólanum á Ísafirði Torfsnesi, 400 Ísafirði. Starfsmaður á Ísafirði, s 522 9463 / , starfsmaður Þórarinn Bjartur Breiðfjörð Gunnarsson, doddi@nmi.is
Fab Lab Austurland, í verknámshúsi Verkmenntaskóla Austurlands, Mýrargötu 10, 740 Fjarðabyggð. Nánari upplýsingar veitir Lilja Guðný Jóhannesdóttir í síma 477 1285, lilja@va.is
Fab Lab Hornafjörður, Víkurbraut 30, 780 Hornafjörður. Nánari upplýsingar veitir Vilhjálmur Magnússon í síma 862 0648, vilhjalmurm@hornafjordur.is
Nánari upplýsingar um Fab Lab smiðjurnar er hægt að nálgast á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöð Íslands og á youtube síðu Fab Lab.