janúar 9, 2015

Menntabúðir NaNO

Menntabúðir NaNO er samkoma þar sem kennarar og leiðbeinendur á öllum skólastigum og þeir sem hafa áhuga á að læra og deila reynslu af náttúrufræðimenntun koma saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum.

Þátttakendur eru í aðalhlutverki í menntabúðunum þar sem markmiðið er að læra hvert af öðru, fá kennsluhugmyndir til eigin kennslu, deila góðu hugmyndunum með öðrum og efla samfélag kennara. Þannig eru búðirnar  jafningjafræðsluvettvangur fyrir kennara.

Þátttaka kennara getur verið ýmis konar:

-að segja frá kennsluhugmynd
-spyrja spurningar eða velta upp vandamáli
-sýna vefsíðu/app/myndband og útskýra hvernig slíkt nýtist í kennslu
-koma með tól og tæki og leyfa fólki að prófa og gera verklegar æfingar og tilraunir
-koma með græjur og vera með sýnikennslu
-deila hverju sem er sem kennurum gæti þótt gagnlegt og fróðlegt varðandi kennslu

Menntabúðir NaNo eru haldnar reglulega. Í hverjum búðum er eitt þema. Þátttakendur eru beðnir að koma með framlag í búðirnar og munu skipuleggjendur sjá til þess að nóg verði í boði. Framlög í efni námsbúðanna eru ekki skilyrði fyrir þátttöku enda gæfist varla tími til þess ef allir væru með innlegg. Þátttakendur eru hinsvegar hvattir til þess að koma með framlög. Markhópurinn eru grunnskólakennarar á mið- og unglingastigi en skólastigið er einungis til viðmiðunar, allir eru velkomnir á allar menntabúðir þeim að kostnaðarlausu.

Ítarlegri upplýsingar um Menntabúðir NaNo veita Verkefnastjórar verkefnisins Birgir U. Ásgeirsson (birgira@hi.is), Ester Ýr Jónsdóttir (esteryj@hi.is) og Svava Pétursdóttir (svavap@hi.is).