ágúst 18, 2016

Ávinningur þátttökuskóla í GERT

Norðlingaskóli um þátttöku í GERT

„Fjölbreytileiki fyrirtækja er mikill og því var úr miklu að moða við val á heimsóknum ýmist inn í fyrirtæki eða heimsóknir fyrirtækja inn í skólann. Mikil ánægja er með þá þjónustu sem verkefnastjórinn veitir skólanum. Það er samdóma álit okkar sem að verkefninu standa innan skólans að forsendur þess að Gert–verkefnið haldi velli í skólastarfi er að halda úti verkefnastjóra sem skaffar skólunum lista yfir tengiliði fyrirtækja því það auðveldar framkvæmd og framgang verkefnisins.“

Garðaskóli um þátttöku í GERT

„Þátttaka í GERT verkefninu hefur skilað skólanum góðu tengslaneti sem nýtist okkur á marga vegu. Mun auðveldara er að komast að hjá fyrirtækjum þegar við sækjum um samstarf þegar GERT verkefnið er tilgreint. Nemendur hafa notið góðs af þeim heimsóknum sem komið hafa í skólann og er sjónum nú sérstaklega beint að 10. bekk. Með því að svo mörg fyrirtæki geta tekið á móti 160 nemendum þá geta nemendur valið sér fyrirtækjaheimsóknir eftir áhugasviði og því má segja að heimsóknir verða markvissari og skilvirkari fyrir vikið. Á starfsfræðsludögum bjóðum við til okkar aðilum frá GERT samstarfinu og fá nemendur aukna innsýn í nám í framhaldsskóla og nám í háskóla sem síðan tengist mismunandi störfum. Markmiðið er að auka sýn nemenda á fjölbreyttu námi, bæði í framhaldsskóla og þegar lengra er komið og að nemendur geti tengt nám á mismunandi stigum við störf í framtíðinni. Starfamessa hefur verið haldin í skólanum sl. þrjú ár þar sem hópur foreldra kynna störf sín fyrir alla árganga. Á Starfamessunni höfum við einnig leitað til GERT fyrirtækja til að þess að aðstoða okkur með að kynna tæknistörf.“