janúar 7, 2015

Höfuðborgarsvæðið

Rafal ehf.                                             Hringhellu 9, 221 Hafnarfirði
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Helgi Guðmundsson helgig@rafal.is 510-6600
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
Megin verkefni Rafals hafa verið að sinna uppbyggingu og þjónustu fyrir og við raforkufyrirtækin í landinu. Rafal leggur sérstaka áherslu á rekstrarþjónustu, endurbætur og uppbyggingu háspennu- og lágspennukerfa fyrir raforkuöflun og flutning ásamt raforkudreifingu og raforkuiðnaði.
Hjá Rafal starfa tæknifræðingar, iðnfræðingar, rafvirkjar, rafveituvirkjar, vélvirkjar, rafeindavirkjar og sérhæfðir tengingamenn stýringa-, háspennu- og ljósleiðarakerfa. Vefsíða 
Stjörnublikk ehf.                                             Smiðjuvegi 2, 200 Kópavogi
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
stjornublikk@stjornublikk.is 577-1200
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
Stjörnublikk var stofnað árið 1990 af Finnboga Geirssyni og er stærsta blikksmiðja landsins með mikla sérhæfingu í loftræstikerfum, klæðningu hitaveituröra og almennri blikksmíði ásamt smíði og uppsetningu á læstum klæðningum. Árið 2008 keypti Stjörnublikk fyrirtækið Timbur og stál og hefur síðan haslað sér völl í framleiðslu á bárujárni og ýmiskonar klæðningum ásamt framleislu á steypustyrktarjárni. Vefsíða 
Ísloft blikk- og stálsmiðja ehf.                                             Bíldshöfða 12, 110 Reykjavík
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Sigurrós Erlendsdóttir sigurros@isloft.is 587-6666
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
Ísloft, blikk- og stálsmiðja ehf. er, eins og nafnið gefur til kynna, blikksmiðja og þar starfa að jafnaði um 60 manns. Meginhluti starfseminnar er að Bíldshöfða 12-14 í Reykjavík en starfsmenn fyrirtækisins vinna einnig að fjölbreyttum verkefnum um allt land. Ísloft hefur ætíð kappkostað að nota fyrsta flokks tæki og byggja upp þekkingu og nýta þannig hefðbundið handverk samhliða bestu fáanlegu tækjum og framleiðslutækni. Með þessu hefur fyrirtækið skapað sér sérstöðu á íslenska markaðinum og hefur þess vegna breiða framleiðslugetu. Vefsíða 
Nox medical Katrínartúni 2 Höfðatorg, 105 Reykjavík
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Pétur Halldórsson petur@noxmedical.com 570-7170
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
Þróun, framleiðsla og markaðsetning á hátæknibúnaði sem notaður er til greininga á svefntruflunum. Nox medical er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu á sínu svið á kröfuhörðum markaði. Vefsíða
Stjörnu-Oddi ehf Skeiðarási 12, 210 Garðabæ
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Sigmar Guðbjörnsson sigmar@star-oddi.com 533-6060
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
Stjörnu-Oddi er hátæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu smárra en harðgerðra mælitækja til ýmiss konar dýra- og umhverfisrannsókna. Stjörnu-Oddi hf. var stofnað 1985 og er orðið eitt fremsta fyrirtæki í heimi á sviði rafeindamerkja sem notuð eru til rannsókna á sjávardýrum. Mælitækin eru smáir síritar sem safna saman gögnum um ýmsa umhverfisþætti, s.s. dýpi, hitastig og seltu, auk þess að geta sýnt stefnu, halla, og tekið á móti staðsetningu. Vefsíða
Origo Borgartúni 37, 105 Reykjavík
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Helga Björg Hafþórsdóttir helgah@origo.is 569-7700
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
Origo er eitt öflugasta upplýsingtæknifélag landsins. Origo varð til við sameiningu Nýherja, TM Software og Applicon sem sækja nú fram sem eitt félag, Origo. Dótturfélög Origo eru Tempo og Applicon í Svíþjóð. Vefsíða
Marel Austurhrauni 9, 210 Garðabæ
Heimsóknarbeiðnir fara fram hér: http://marel.is/nyskopun/heimsoknir
Samstarf: Heimsókn í fyrirtækið
Marel er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja Íslands og er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Markmið Marel er að gera matvæli öruggari,sjálfbærari og hagkvæmari. Marel er alþjóðlegt fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi og hjá því starfa yfir 6000 manns um allan heim. Fyrirtækið starfrækir skrifstofur og dótturfyrirtæki í fleiri en 30 löndum, auk þess að vera með umboðsmenn og dreifingaraðila í fleiri en 100 löndum Vefsíða
Samey Lyngási 13, 210 Garðabæ
Nafn tengiliðar: gudrun@samey.is Símanúmer:
Guðrún Hauksdóttir   510-5200
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning

Samey er sjálfvirknimiðstöð sem sérhæfir sig í róbótum og sjálfvirkni fyrir iðnað, með áralanga reynslu í hönnun og framleiðslu. Verkefnin okkar eru af ýmsum toga, t.d. róbótar sem sækja kassa með afurðum og stafla á bretti. Þegar bretti eru full kemur sjálfkeyrandi lyftari og sækir brettið meðan róbótinn sækir tómt bretti og byrjar að stafla aftur. Með fullkomnum hönnunarhugbúnaði, reyndum tækni- og verkfræðingum,skjótri og áreiðanlegri afgreiðslu íhluta, getur Samey boðið lausnir sniðnar að þörfum viðskuptavina. Vefsíða

Matís Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Arnljótur Bjarki Bergsson arnljotur.b.bergsson@matis.is 422-5000
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu rannsókna- þjónustu- og nýsköpunarstarfi í matvæla- og líftækniiðnaði. Matís veitir ráðgjöf og þjónustu til fyrirtækja í sjávarútvegi og landbúnaði, sem og íslenska ríkinu. Sem dæmi kemur Matís að þróun á nýjum vörum og ferlum fyrir fyrirtæki og hefur mikilvægu hlutverki að gegna varðandi gæði og öryggi matvæla. Vefsíða
Ölgerðin Egill Skallagrímsson Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Jóhanna Laufdal johanna.laufdal.fridriksdottir@olgerdin.is 412 8000
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
Ölgerðin framleiðir, flytur inn, dreifir og selur matvæli og sérvöru af ýmsum toga. Áhersla er lögð á að vörur fyrirtækisins séu fyrsta flokks og að viðskiptavinir þess geti gengið að hágæða þjónustu vísri. Markmið Ölgerðarinnar er því að hafa yfir að ráða vel menntuðu, hæfu og áhugasömu starfsfólki sem sameiginlega skapar metnaðarfullt og jákvætt vinnuumhverfi. Fjölbreyttur bakgrunnur starfsmanna gerir vinnustaðinn skemmtilegan. Vefsíða
Kompás Þekkingarsamfélagið Hádegismóum 4, 110 Reykjavík
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Björgvin Filippusson bf@kompas.is 864-4604
Samstarf: Heimsókn til skólanna / Annars vegar fyrirlestur og hins vegar hafa nemendur unnið verkefni þar sem þau útbúa hagnýta þekkingu
KOMPÁS er samstarfsvettvangur fjölda fyrirtækja, stofnana, háskóla, fræðsluaðila, stéttarfélaga o.fl. um miðlun hagnýtrar þekkingar sbr. verkferla, eyðublaða, vinnulýsinga, reiknivéla, myndbanda og ýmissar fræðslu og þekkingar. KOMPÁS er verkfærakista atvinnulífs og skóla.
Höfuð viðfangsefni KOMPÁS er mannauðurinn sem er okkar mestu verðmæti og svo lengi lærir sem lifir. Gerð er tenging milli hugvits og verkvits, hvað er góður vinnustaður, fagleg stjórnun, ávinningur samstarfs og að miðla þekkingu. Vefsíða
Vélvík ehf Höfðabakka 1, 110 Reykjavík
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Daníel Guðmundsson dg@velvik.is 587-9960
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
Vélvík var stofnuð árið 1988 og er eitt best búna fyrirtæki landsins á sviði sérhæfðrar nákvæmnismíði. Hjá Vélvík starfar fagfólk með áratuga reynslu á sínu sviði og hjá Vélvík fer saman kunnátta handverksmannsins og öflugur hátæknibúnaður. Vefsíða
ÍAV hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Magni Helgason magni@iav.is 530-4200
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
Á þeim 60 árum sem liðin eru frá stofnun Íslenskra aðalverktaka hefur fyrirtækið komið að hönnun og byggingu fjölda mannvirkja. Mannvirkin spanna allt  svið byggingariðnaðarins  og má þar nefna íbúðabyggingar, verslunar- og skrifstofuhúsnæði, vegi, brýr, jarðgöng, veitur, snjóflóðamannvirki, hafnir, virkjanir, iðnaðarhúsnæði, verksmiðjur, skóla, sundlaugar, íþróttahús, knattspyrnuhallir og tónlistarhúsið Hörpu. Vefsíða
CCP Grandagarði 8, 101 Reykjavík
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
  info@ccpgames.com 540-9100
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
Íslenskt leiðandi hátæknifyrirtæki sem framleiðir fjölþátttökuleiki.
CCP rekur samfélag á netinu og þarf til þess vísindamenn, tölvunarfræðinga, verkfræðinga, listamenn, markaðsfólk, viðskiptafræðinga, hagfræðinga, félagsfræðinga, sálfræðinga, osfrv. Vefsíða
Sagafilm Urðarhvarf 14, 203 Kópavogur
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Hrönn Þorsteinsdóttir hronn@sagafilm.is 515-4600
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
Sagafilm er stærsta sjálfstæða framleiðslufyrirtæki landsins á sviði sjónvarpsþáttagerðar, sjónvarpsauglýsinga, kvikmyndagerðar, viðburða og efnis fyrir nýmiðla. Sagafilm hefur þróað og framleitt þáttaraðir sem hafa fengið frábærar viðtökur og gott áhorf, þar má nefna hina marg verðlaunuðu sjónvarpsþáttaröð Stelpurnar, Svínasúpuna, Rétt, Pressu, Svarta Engla, Ástríði, Vaktarseríurnar, Hlemmavideo, Martin og Heimsendi. Vefsíða
Samskip Kjalarvogi 7-15, 104 Reykjavík
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Freyja Eiríksdóttir freyja.eiriksdottir@samskip.com 458-8000
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
Samskip bjóða upp á heildarþjónustu á Íslandi og í Færeyjum, fjölþátta gámaflutningsþjónustu um alla Evrópu, frystiflutninga og flutningsmiðlun um allan heim. Samskip eru kraftmikill og líflegur vinnustaður. Hjá Samskipum á Íslandi starfa um 500 starfsmenn í fjölbreyttum störfum. Vefsíða
Míla Suðurlandsbraut 30, 108
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Sigurrós Jónsdóttir sigurros@mila.is 585-6000
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
Fyrirtækið Míla ehf. var stofnað í apríl 2007. Míla á og rekur víðtækt koparkerfi, ljósleiðara- og örbylgjukerfi sem nær til allra heimila, fyrirtækja og stofnana á landinu. Míla er undirstaða fjarskiptaþjónustu um allt land. Starfsmenn Mílu búa yfir fjölþættri menntun, þekkingu og reynslu, sem nýtist vel í starfi við að tryggja örugg samskipti, öfluga þjónustu og ráðgjöf. Vefsíða
Íslensk erfðagreining Sturlugötu 8, 101 Reykjavík
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Guðmundur Einarsson communications@decode.is 570-1900
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
Með rannsóknum á erfðaefni Íslendinga leitar Íslensk erfðagreining orsaka margra alvarlegustu sjúkdóma sem hrjá mannkynið, svo sem krabbameina, hjartasjúkdóma og sykursýki. Vefsíða
Gámaþjónustan hf Súðarvogi 2, 104 Reykjavík
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Líf Lárusdóttir, markaðsstjóri. lif@gamar.is 535-2532
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
Gámaþjónustan hefur frá upphafi verið leiðandi í alhliða umhverfisþjónustu og lagt áherslu á að uppfylla þarfir viðskiptavina. Gámaþjónustan rekur fullkominn jarðgerðarbúnað sem eykur möguleika sveitarfélaga, fyrirtækja og stofnana til endurnýtingar á lífrænum efnum. Vefsíða
GoPro ehf-Hugvit hf Tunguhálsi 19, 110 Reykjavík
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Lísa Björg Ingvarsdóttir

lisa@gopro.net

510-3100
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
Hugvit þróar og þjónustar mála-og skjalastjórnunarkerfið GoPro. GoPro vörurnar eru í stöðugri þróun og hafa haldið yfirburðastöðu meðal þeirra fyrirtækja og stofnana sem nota upplýsingaþjónustukerfi. Hjá Hugviti starfa um 60 sérfræðingar á sviði sölu, ráðgjafar, kennslu, þjónustu, þróunar og aðlögunar á GoPro fyrir hin ýmsu tækniumhverfi sem viðgangast í dag.Vefsíða
Mannvit Urðarhvarfi 6, 203 Kópavogi
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Hildur Þórisdóttir hildur@mannvit.is 422 3000
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
Mannvit veitir margvíslega tæknilega þjónustu á sviði orku, iðnaðar og mannvirkja. Með sérhæfingu í þjónustu á sviði verkfræði, jarðvísinda, umhverfismála,  upplýsingatækni og byggingarefnarannsókna og sjá um verkefnastjórnun og heildarumsjón verkefna.
Traust og fagleg ráðgjöf Mannvits byggir á hálfrar aldar þekkingu og reynslu. Vefsíða
Þekking Urðarhvarfi 6, 203 Kópavogi /
Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Sonja Ýr Eggertsdóttir sonjayr@thekking.is 460-3138 /
866 -4992
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
Þekking hf. er þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni.  Hjá fyrirtækinu starfa um sjötíu manns og starfsstöðvar eru á tveimur stöðum á landinu, á Akureyri og í Kópavogi.  Þekking býður fyrirtækjum upp á alhliða rekstrarþjónustu fyrir tölvukerfi, kerfisleigu, hýsingu, internetþjónustu og gagnaflutninga ásamt margs konar sérlausnum, ráðgjöf og kennslu. Starfsfólk Þekkingar hefur breiða þekkingu á atvinnulífinu og hefur í mörg ár boðið viðskiptavinum fyrirtækisins heildarlausnir í rekstri og umsjón tölvukerfa ásamt þjónustu við notendur.
Tækniskólinn Skólavörðuholti, 101 Reykjavík
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Ólafur Sveinn Jóhannesson osj@tskoli.is 514-9000
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
Námið býr nem­endur undir störf í atvinnu­lífinu.
Margir nem­endur okkar ljúka stúd­ents­prófi samhliða rétt­inda­prófi tækni- og starfs­náms með viðbótaráföngum.
Af hverju að taka bara stúd­ents­próf þegar hægt er að taka starfs­rétt­inda­próf samhliða?
Útskrifaðir nem­endur frá Tækni­skól­anum eiga fjöl­marga atvinnu­mögu­leika og margar leiðir eru opnar til frekara náms í sér­skólum og háskólum. Vefsíða 
Háskólinn í Reykjavík Menntavegi 1, 101 Reykjavík
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Þórunn Hilda Jónasdóttir thorunnhilda@ru.is 599-6320/696-4600
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
Akademískar deildir HR eru fjórar: tækni- og verkfræðideild, tölvunarfræðideild, viðskiptadeild og lagadeild. Í þessum deildum eru stundaðar alþjóðlega viðurkenndar rannsóknir og þar fer fram kennsla í grunnnámi, meistaranámi og doktorsnámi. Við HR er einnig hægt að stunda frumgreinanám sem er undirbúningur fyrir háskólanám. Opni háskólinn í HR býður upp á úrval lengri og styttri námskeiða fyrir fólk í atvinnulífinu sem hægt er að stunda meðfram vinnu. Vefsíða 
Keilir-Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs Grænásbraut 910
235 Reykjanesbær
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Arnbjörn Ólafsson arnbjorn@keilir.net 578-4000 /
690-6651
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning

Keilir er alhliða menntafyrirtæki í eigu háskóla, fyrirtækja og almannasamtaka. Námið í Keili skiptist í fjögur sérhæfð meginsvið: Háskólabrú, Flugakademíu, Íþróttaakademíu og Tæknifræði. Vefsíða

Listaháskóli Íslands Þverholt 11
105 Reykjavík
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningarstjóri

ilmurdogg@lhi.is

552-4000
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
Listaháskóli Íslands er miðstöð æðri listmenntunar á Íslandi. Listaháskólinn er eini háskólinn á fræðasviði lista á Íslandi og hefur því víðtæku hlutverki að gegna gagnvart landsmönnum. Skólinn starfar í alþjóðlegu umhverfi og miðar sig við þá skóla í nágrannalöndunum sem þykja skara fram úr í kennslu og miðlun þekkingar á sviðum lista. Í Listaháskóla Íslands eru fimm deildir, en innan þeirra eru starfræktar samtals átján námsbrautir, þar af þrettán á bakkalárstigi og fimm á meistarastigi. Í Listaháskólanum er hægt að læra, arkitektúr, hönnun, myndlist, tónlist, listkennslu og sviðslistir. Vefsíða

 

Félag fagkvenna Þingholtsstræti 33
101 Reykjavík
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Þóra Björk Samúelsdóttir fagkonur@gmail.com
Samstarf: Kynningar í skólum fyrir 1.-3. bekk.
Í Félagi fagkvenna eru konur sem eru með sveinspróf, eru á námssamningi eða í námi í iðngreinum. Tilgangur félagsins er að hvetja konur til að sækja nám og störf í iðnaði og þá sér í lagi í karllægum iðngreinum.
Kynningar í skólum taka að jafnaði eina kennslustund, eða 40-60 mínútur.