október 20, 2016

Akureyri

EFLA verkfræðistofa Glerárgötu 32, 600 Akureyri
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Jón Valgeir Halldórsson jon.valgeir.halldorsson@efla.is

412-6137 /
665-6137
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
EFLA verkfræðistofa er alhliða verkfræði- og ráðgjafafyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög. Starfsfólkið er verðmætasta auðlind EFLU. Hjá fyrirtækinu starfar hæft og reynslumikið fagfólk með yfirgripsmikla þekkingu. Lögð er rík áhersla á nýjungar og þróun. Mikilvægur þáttur í starfsemi EFLU er frelsi starfsmanna til frumkvæðis þar sem hæfileikar þeirra njóta sín til fulls. Kjarninn í starfi EFLU er að vinna að verkefnum fyrir viðskiptavini félagsins. EFLA vinnur náið með viðskiptavinum að framúrskarandi lausnum og leggur metnað sinn í trausta ráðgjöf og afburða þjónustu. 

Norðlenska Grímseyjargötu, 602 Akureyri
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Ágúst Torfi Hauksson Framkv.stj. Ingvar Már Gíslason mark.stj. agust@nordlenska.is; ingvar@nordlenska.is 460-8800
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
Norðlenska matborðið ehf. er eitt stærsta og öflugasta framleiðslufyrirtæki landsins á sviði kjötvöru. Norðlenska er með starfsstöðvar á Akureyri, Húsavík, Höfn í Hornafirði og í Kópavogi. Á Akureyri eru höfuðstöðvar Norðlenska ásamt  stórgripasláturhúsi og kjötvinnslu. Um 100 manns starfa við fjölbreytt störf þar sem meginframleiðslan er ferskvara fyrir innlendan markað, s.s. hakkvörur og hamborgarar.

 

Norðurorka Rangárvellir, 603 Akureyri
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Erla Björg Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri ebg@no.is 864-0268 /
460-1327
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
Norðurorka hf. er orku- og veitufyrirtæki sem stofnað var árið 2000 með sameiningu Hita- og Vatnsveitu Akureyrar og Rafveitu Akureyrar.  Meginhlutverk Norðurorku er að þjónusta heimili og atvinnulíf með vinnslu og dreifingu á heitu vatni og neysluvatni, dreifingu á raforku, rekstur og uppbyggingu fráveitu og taka þátt í starfsemi sem nýtt getur auðlindir á starfssvæðinu  sem og rannsóknir, þekkingu eða búnað  félagsins til eflingar samfélagsins.
Þekking Urðarhvarfi 6, 203 Kópavogi /
Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Sonja Ýr Eggertsdóttir sonjayr@thekking.is 460-3138 /
866 -4992
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
Þekking hf. er þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni.  Hjá fyrirtækinu starfa um sjötíu manns og starfsstöðvar eru á tveimur stöðum á landinu, á Akureyri og í Kópavogi.  Þekking býður fyrirtækjum upp á alhliða rekstrarþjónustu fyrir tölvukerfi, kerfisleigu, hýsingu, internetþjónustu og gagnaflutninga ásamt margs konar sérlausnum, ráðgjöf og kennslu. Starfsfólk Þekkingar hefur breiða þekkingu á atvinnulífinu og hefur í mörg ár boðið viðskiptavinum fyrirtækisins heildarlausnir í rekstri og umsjón tölvukerfa ásamt þjónustu við notendur.