október 20, 2016

Akureyri

EFLA verkfræðistofa Glerárgötu 32, 600 Akureyri
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Jón Valgeir Halldórsson

jon.valgeir.halldorsson@efla.is

412-6137 /
665-6137
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning

EFLA verkfræðistofa er alhliða verkfræði- og ráðgjafafyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög. Starfsfólkið er verðmætasta auðlind EFLU. Hjá fyrirtækinu starfar hæft og reynslumikið fagfólk með yfirgripsmikla þekkingu. Lögð er rík áhersla á nýjungar og þróun. Mikilvægur þáttur í starfsemi EFLU er frelsi starfsmanna til frumkvæðis þar sem hæfileikar þeirra njóta sín til fulls. Kjarninn í starfi EFLU er að vinna að verkefnum fyrir viðskiptavini félagsins. EFLA vinnur náið með viðskiptavinum að framúrskarandi lausnum og leggur metnað sinn í trausta ráðgjöf og afburða þjónustu. 

Norðlenska

Grímseyjargötu, 602 Akureyri

Nafn tengiliðar:

Netfang:

Símanúmer:

Ágúst Torfi Hauksson Framkv.stj.

Ingvar Már Gíslason mark.stj.

agust@nordlenska.is; ingvar@nordlenska.is

460-8800

Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning

Norðlenska matborðið ehf. er eitt stærsta og öflugasta framleiðslufyrirtæki landsins á sviði kjötvöru. Norðlenska er með starfsstöðvar á Akureyri, Húsavík, Höfn í Hornafirði og í Kópavogi. Á Akureyri eru höfuðstöðvar Norðlenska ásamt  stórgripasláturhúsi og kjötvinnslu. Um 100 manns starfa við fjölbreytt störf þar sem meginframleiðslan er ferskvara fyrir innlendan markað, s.s. hakkvörur og hamborgarar.

 

Norðurorka Rangárvellir, 603 Akureyri
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Erla Björg Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri ebg@no.is 864-0268 /
460-1327
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
Norðurorka hf. er orku- og veitufyrirtæki sem stofnað var árið 2000 með sameiningu Hita- og Vatnsveitu Akureyrar og Rafveitu Akureyrar.  Meginhlutverk Norðurorku er að þjónusta heimili og atvinnulíf með vinnslu og dreifingu á heitu vatni og neysluvatni, dreifingu á raforku, rekstur og uppbyggingu fráveitu og taka þátt í starfsemi sem nýtt getur auðlindir á starfssvæðinu  sem og rannsóknir, þekkingu eða búnað  félagsins til eflingar samfélagsins.
ProMat Furuvellir 1, 600 Akureyri
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Kristbjörg Góa Sigurðardóttir, tæknilegur stjórnandi. goa@promat.is 464-3812 /
848-7537
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
ProMat Akureyri ehf. býður upp á ráðgjöf og þjónustu við matvælafyrirtæki og fóðurframleiðendur. Boðið er upp á örverumælingar, t.d. vegna mats á ferskleika, efnamælingar, aðstoð við uppsetningu og viðhald innra eftirlits, hreinlætiseftirlit og ýmis konar fræðslu og námskeið fyrir starfsfólk í matvæla- og fóðuriðnaði. ProMat er í samstarfi við Rannsóknarþjónustuna Sýni ehf. í Reykjavík en þeir hafa m.a. verið verktakar ProMat í efnagreiningum.
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins Óseyri 2, 603 Akureyri
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Berglind Ósk Óðinsdóttir, starfsmannastjóri boo@rml.is

516-5009/ 693-0148

Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
Ráðgjafamiðtöð landbúnðarins (RML) er ráðgjafafyrirtæki í landbúnaði þar sem ráðunautar sérhæfa sig í ráðgjöf til bænda. Við veitum þverfaglega og alhliða ráðgjöf í fóðrun, kynbótum, aðbúnaði og jarðrækt svo eitthvað sé nefnt. Markmiðið með ráðgjöfinni er að bændur framleiði sína vöru á sem hagkvæmastan hátt, en það felur í sér skynsama nýtingu auðlinda og góða meðferð á bæði landi og dýrum.
Skósmiðurinn og álfarnir Hafnarstræti 88, 600 Akureyri
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Hólmfríður Högnadóttir hofy@skosmidurinn.is 461-1600/
867-8132
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
Skósmiðurinn og álfarnir er fjölskyldufyrirtæki með það markmið að veita bestu mögulegu þjónustu sem völ er á á stór norðurlandssvæðinu. Í verslun og verkstæði er hægt að koma með ýmislegt til viðgerðar og einnig hægt að fjárfesta í heilsuinniskónum góðu. 
Slippurinn Akureyri ehf Naustatanga 2, 600 Akureyri
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Kristján Heiðar Kristjánsson, mannauðsstjóri khk@slipp.is 460-2925/
669-0803
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
Slippurinn Akureyri ehf. er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði hér á landi sem veitir alhliða þjónustu við sjávarútveginn og teljast helstu útgerðir á Íslandi til viðskiptavina fyrirtækisins. Það rekur upptökumannvirki og viðgerðarstöð fyrir skip og annast hvers konar málmsmíði, vélsmíði, vélaviðgerðir, rennismíði og skipasmíðar. Fyrirtækið rekur ennfremur trésmíðaverkstæði, sand/vatnsblástur, málun og verslun með eigin framleiðslu og aðrar vörur til skipa.
Verkmenntaskólinn á Akureyri Hringteigi 2
600 Akureyri
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Skristofa skólans  vma@vma.is 464-0300

Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning

Nemendur eru hornsteinn Verkmenntaskólans. Það að þeir þroskist, öðlist sjálfstraust, líði vel, tilheyri hópnum og tileinki sér ákveðna leikni, þekkingu og hæfni skiptir mestu máli. Til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda býður Verkmenntaskólinn uppá fjölbreyttar námsleiðir, góða þjónustu og mikinn stuðning við nemendur. Gildi skólastarfsins og einkunarorð skólans eru: Fagmennska  - Fjölbreytni - Virðing.   Vefsíða

Þekking Urðarhvarfi 6, 203 Kópavogi /
Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri
Nafn tengiliðar: Netfang: Símanúmer:
Sonja Ýr Eggertsdóttir sonjayr@thekking.is 460-3138 /
866 -4992
Samstarf: Eftir samkomulagi / Heimsókn í fyrirtækið / Skólakynning
Þekking hf. er þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni.  Hjá fyrirtækinu starfa um sjötíu manns og starfsstöðvar eru á tveimur stöðum á landinu, á Akureyri og í Kópavogi.  Þekking býður fyrirtækjum upp á alhliða rekstrarþjónustu fyrir tölvukerfi, kerfisleigu, hýsingu, internetþjónustu og gagnaflutninga ásamt margs konar sérlausnum, ráðgjöf og kennslu. Starfsfólk Þekkingar hefur breiða þekkingu á atvinnulífinu og hefur í mörg ár boðið viðskiptavinum fyrirtækisins heildarlausnir í rekstri og umsjón tölvukerfa ásamt þjónustu við notendur.