júní 29, 2016

GERT fyrirtæki

GERT tengir skólana við atvinnulífið og leggur áherslu á að nemendur fái góða mynd af fjölbreytileika atinnulífsins, kynnist mismunandi störfum og margvígslegum námsleiðum að störfunum.

GERT heldur úti neti samstarfsfryrirtækja á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og Árborgarsvæðinu, þátttökuskólar geta sett sig beint í samband við tengiliði fyrirtækjanna og komið upp samstarfi á sínum forsendum.

Markmið kynninga

GERT stuðlar að því að efla áhuga nemenda á raunvísindum og tækni ásamt  tengdu námi og störfum. Eitt markmið er að nemendur geti tengt nám við störf eftir mismunandi námsleiðum og sjái að engin ein leið lokar öðrum leiðum.

Markmið með kynningum fyrirtækja er því fyrst og fremst að gefa nemendum góða mynd af fjölbreytileika atvinnulífsins og hinum ýmsu störfum innan fyrirtækja með áherslu á hvernig mismunandi bakgrunnur getur komið okkur á ákveðinn stað í ólíkum störfum.

Dæmi um kynningu

Dæmi um kynningu væri stutt kynning á starfsemi fyrirtækisins ásamt kynningu starfsmanna á námsbakgrunni sínum þannig að nemendur fengju mynd af því hvað þarf að læra til að starfa hjá slíku fyrirtæki og hvað það eru fjölbreyttar leiðir að því. Einnig ef það er eitthvað sem hægt er að fá að prófa eða sjá gerast þá er það mjög áhugavert fyrir grunnskólanemendur og situr eftir hjá þeim.

Samstarfið er ekki eingöngu bundið við heimsóknir heldur er það unnið í samkomulagi við skólana eftir því sem hentar hverju sinni. Það hafa einnig verið kynningar í skólunum og litlir hópar nemenda hafa fengið að heimsækja fyrirtækin í þeim tilgangi að taka viðtöl við starfsfólk um námsbakgrunn þeirra og hvernig þau enduðu í því starfi sem þau eru og unnið úr því verkefni í skólanum.