image_pdfimage_print

Málþing um náttúrufræðimenntun 2017

Málþing um náttúrufræðimenntun verður haldið 31. mars – 1. apríl 2017. Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði, erindi, smiðjur og pallborð. Kallað verður eftir framlögum í byrjun janúar 2017. Að þinginu standa: Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Félag leikskólakennara, Félag raungreinakennara, GERT, grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni, Háskólinn á Akureyri, Samlíf, samtök líffræðikennara.[…]

Stelpur Kóða – Í boði Forritara Framtíðarinnar og Google

Forritarar framtíðarinnar bjóða stelpum á aldrinum 8-13 ára á forritunarnámskeið dagana 22. og 23. október. Námskeiðin eru haldin í samstarfi við Google og Skema. Í tengslum við evrópsku forritunarvikuna, Europe Code Week, sem fram fer 15.–23. október næstkomandi hefur sjóðurinn Forritarar framtíðarinnar hlotið styrk frá Google til að kveikja áhuga á forritun hjá stelpum. Forritarar framtíðarinnar[…]

Fjórða starfsár GERT að hefjast

GERT verkefnið (grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni) hefur nú lokið sínu þriðja starfsári og það fjórða um það bil að hefjast. Um er að ræða samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytis um að auka áhuga grunnskólanemenda á sviði raunvísinda og tækni. Markmið verkefnisins er að bjóða upp á lausnir fyrir nemendur og kennara[…]

Vorfundur GERT 2016

Á vorfundi GERT – Grunnmenntun efld í raunvísinum og tækni – sem haldinn var 7. apríl s.l. var farið yfir skólaárið sem er að líða. Verkefninu hefur miðað vel og er það sérstakt fagnaðarefni að að þátttökuskólum fjölgaði úr fjórum í tólf. Á fundinum greindu fulltrúar skólanna frá áhugaverðum verkefnum og þeirri þróun sem átt[…]

Fab lab smiðjur

„Þannig verða hugmyndir og draumar fólks að veruleika í Fab Lab, því í slíkum smiðjum er fundinn farvegur fyrir flest það veraldlega sem manneskjan þráir, þar sem hún getur teiknað, hannað, útfært og framleitt alla þá hluti, sem hana dreymir um að eiga en finnur hvergi,“ –  Frosti Gíslason, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Ísland. Fab Lab (Fabrication[…]

Team spark bíllinn

Team Spark

Nemendum GERT skólanna býðst heimsókn frá fulltrúum Team Spark þar sem þau segja frá þeim ævintýrum og áskorunum sem þau hafa upplifað með þátttöku sinni í Formula Student. Einnig býðst skólunum að fara í heimsókn í vinnustofu Team Spark í Háskóla Ísland til að sjá TS15 bílinn sjálfann. Team Spark er lið Háskóla Íslands sem[…]