Fjórða starfsár GERT að hefjast

image_pdfimage_print

GERT verkefnið (grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni) hefur nú lokið sínu þriðja starfsári og það fjórða um það bil að hefjast. Um er að ræða samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytis um að auka áhuga grunnskólanemenda á sviði raunvísinda og tækni. Markmið verkefnisins er að bjóða upp á lausnir fyrir nemendur og kennara í grunnskólum sem geta leitt af sér aukna þekkingu og ekki síður áhuga á raunvísindum og tækni og þannig uppfyllt betur framtíðarþörf vinnumarkaðar.

Verkefnisstjóri GERT, Halla Kristín Guðfinnsdóttir, tók við í maí 2015 og mun halda áfram sem verkefnisstjóri í vetur. Undirbúningur að því að fjölga þátttökuskólum og samstarfsfyrirtækjum er hafinn og hefur þátttökuskólum fjölgað í 28 úr því að vera 12 síðasta vetur.

Starf skólanna í tengslum við GERT hefur verið mis umfangsmikið á milli skóla en allt með því sama markmiði að efla áhuga nemenda á raunvísindum, tækni, verknámi og tengdum störfum. Þar ber helst að nefna öflugt samstarf við atvinnulífið þar sem samstarfsfyrirtæki GERT hafa tekið á móti nemendum bæði stórum og smáum hópum. Í skýrslu verkefnisstjóra 2015-2016 má lesa meira um starfsemi GERT skólaárið 2015-2016.

Skýrsla verkefnisstjóra veturinn 2015-2016 má skoða hér