OPNAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR UMSÓKNIR OG RENNUR UMSÓKNARFRESTUR ÚT 20. MAÍ 2016.
ALLIR GRUNN- OG FRAMHALSSKÓLAR SEM OG SVEITARFÉLÖG ERU HVÖTT TIL AÐ SÆKJA UM.
Áherslur í úthlutun fyrir árið 2016 eru:
- Að þjálfa kennara fyrir forritunarkennslu
- Að þjálfa kennara fyrir forritunarkennslu á spjaldtölvur
- Tækjabúnaður í formi borðvéla
Í þessari úthlutun leggur sjóðurinn áherslu á að þjálfa kennara til þess að geta kennt forritun og úthluta borðtölvum til þess að efla tækjakost skólanna. Það sem er nýtt í þessa úthlutun er að við viljum hjálpa þeim skólum sem þegar hafa innleitt spjaldtölvur að bjóða upp á forritunarkennslu á spjaldtölvur. Þannig viljum við nýta spjaldtölvur til að kveikja áhuga á forritun og efla forritunarfærni enn frekar.
ATH: síðasta umsókn gildir ekki í þessari úthlutun þ.e. senda þarf inn nýja umsókn. Þegar sótt er um tækjabúnað er einungis hægt að sækja um borðvélar.