Áhugaverðar námskeppnir 2016 – Hnakkaþon og Forritunarkeppni framhaldskólanna

image_pdfimage_print

Um þessar mundir var keppnin Hnakkaþon að ljúka. Hnakkaþon er samkeppni fyrir upprennandi sérfræðinga í umhverfismálum, markaðssetningu, hugbúnaði, tækni og vörustjórnun til að sanna hæfni sína og hæfileika í að þróa og útfæra lausnir fyrir fyrirtækií sjávarútvegi.
Keppnin er samstarfsverkefni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Háskólans í Reykjavík. Í kjölfar tímamótasamkomulags ríkja heimsins í París á síðasta ári varðaði áskorun Hnakkaþonsins að þessu sinni loftlagsmál, eitt stærsta vandamál samtímans.
Liðið sem vann var skipað nemendum úr tæknifræði, viðskiptafræði og lögfræði og hlýtur að launum ferð til Boston á stærstu sjávarútvegssýningu heims í mars næstkomandi.

Háskólinn í Reykjavík stendur svo fyrir Forritunarkeppni framhaldskólanna sem mun fara fram 18. – 19. mars 2016.  Keppnin er ætluð nemendum í framhaldsskólum sem hafa áhuga á, eða eru að læra forritun og verður keppt í tveimur erfiðleikastigum. Þátttakendur þurfa að búa til lið, gefa því nafn og skrá það á forritun.is fyrir 10.mars. Fjölmörg verðlaun verða veitt í keppninni.
Sjá nánar hér