Viðurkenningar fyrir þátttöku í GERT skólaárið 2014-2015

image_pdfimage_print

GERT skólarnir skólaárið 2014-2015 hafa nú hlotið viðurkenningu fyrir þátttöku í verkefninu.
Skólarnir eru:

  • Garðaskóli
  • Grunnskóli Húnaþings vestra
  • Grunnskólinn á Ísafirði
  • Norðlingaskóli

Hefur verkefnastjórinn nú heimsótt skólana, veitt þeim verðskuldaða viðurkenningu og rætt um komandi samstarf skólaárið 2015-2016. Heimsókninni á Ísafjörð þurfti þó að fresta vegna veðurs.

Lagt var upp með að fjölga þátttökuskólum fyrir þetta skólaár og hafa nú þegar 7 skólar lýst yfir áhuga á samstarfi. Verkefnastjóri vinnur nú að því að setja upp tengiliða lista yfir þau fyrirtæki og kynningarteymi sem eru í samstarfi við GERT. Á næstu vikum mun verkefnastjórinn svo heimsækja nýju skólana og fara yfir með þeim hvað felst í verkefninu.