Umsóknir skulu berast á rafrænu formi á netfangið gert@si.is fyrir 7. apríl nk.
GERT(Grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni) er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Markmið verkefnisins er að efla áhuga nemenda á raunvísindum og tækni og virkja atvinnulíf og skóla í því skyni.
Starfið felst meðal annars í því að tengja saman skóla og fyrirtæki og aðstoða við að þróa leiðir að samstarfi sem getur nýst nemendum um ókomna framtíð, setja upplýsingar og fróðleik á aðgengilegt form á vefsíðu GERT og hvetja til miðlunar upplýsinga. Þetta er tækifæri fyrir áhugasaman einstakling til að tengja saman eigið nám við fjölbreytt starf.
Starfið býður:
- tækifæri til að byggja upp öflugt tengslanet
- samskipti við öll skólastig frá leikskóla til háskóla
- möguleika á að starfa með fyrirtækjum sem vilja aukin tengsl við skóla og nemendur
- tækifæri til að starfa innan Samtaka iðnaðarins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga
Á móti er þess vænst að þú:
- stundir meistaranám á sviði sem nýst getur við áframhaldandi innleiðingu og þróun GERT verkefnisins
- hafir áhuga á raunvísindum og tækni
- hafir góða samskiptafærni og frumkvæði í samskiptum og getir unnið sjálfstætt
- getir sett fram hugmyndir og haldið utan um verkefni með skipulögðum hætti
- hafir góða þekkingu á tækni og samskiptanetum
Starfshlutfall og ráðningartími
- starfshlutfallið nemur 40-50% starfi í 7-10 mánuði eftir samkomulagi
- ráðningartímabil miðast við skólaárið 2015-2016