Áhugavert efni

Skólar og tækni er vefsíða sem stuðlar að almennri kynningu á öllu því efni og viðburðum sem tengjast skólum og tækni. Hlutverk vefsins er að vera vettvangur menntunar og fræðslu á sviði raunvísinda og tækni með áherslu á tengsl atvinnulífs og skóla.
Nema hvað?

Margvígsleg myndbönd af ungu fólki sem starfar í hinum ýmsu iðngreinum. Markmiðið er að vekja áhuga á iðn,- verk- og tækninámi, skapa fyrirmyndir og hvetja ungt fólk til að íhuga þessar námsleiðir.

Micro:Bit

Micro:bit er forritanleg tölva sem er hönnuð til að vekja áhuga barna á forritun. Verkefnið Kóðinn 1.0 kynnir grunnatriði forritunar fyrir nemendum í 6. og 7. bekk grunnskóla.

GERT

GERT stuðlar að því að efla áhuga nemenda á raunvísindum og tækni ásamt námi og störfum sem því tengjast.

Vísindasmiðjan

Vísindasmiðja Háskóla Íslands eflir áhuga ungmenna á vísindum með gagnvirkum og lifandi hætti og styður þannig við kennslu á sviði náttúru- og raunvísinda.

Ævar Vísindamaður

Ævar vísindamaður setur allt milli himins og jarðar undir smásjána og rannsakar eins og honum einum er lagið. Fróðleikur og skemmtun fyrir forvitna krakka á öllum aldri. (Ævar Þór Benidiktsson).

Stjörnufræðivefurinn

Á stjörnufræðivefnum er að finna alls konar fróðleik úr geimnum ásamt námsefni fyrir kennara sem öllum er frjálst að nota og dreifa.

Viðburðadagatal

[content_timeline id="1"]

Hvað er GERT?

GERT er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Mennta- og menningarráðuneytisins
Grunn-mentun efld í raunvísindum og tækni

GERT tengir skólana við atvinnulífið og býður upp á lausnir fyrir nemendur og kennara í grunnskólum sem geta leitt af sér aukna þekkingu og ekki síður áhuga á raunvísindum og tækni og þannig uppfyllt betur framtíðarþörf vinnumarkaðar. GERT stuðlar að því að efla áhuga nemenda á raunvísindum og tækni ásamt námi og störfum sem því tengjast.

 • Markmið

  Samráð og ákvarðanataka á grundvelli rannsókna og gagna

 • Markmið

  Aukinn áhugi og þekking nemenda á tækifærum í raunvísindum og tækni

 • Markmið

  Aukin hæfni kennara og bættir starfsþróunar- og símenntunar-kostir í raunvísindum og tækni

 • Markmið

  Fjölbreyttir kennsluhættir og tengsl við atvinnulíf

GERT

GERT - grunnmentun efld í raunvísindum og tækni. GERT tengir skólana við atvinnulífið og býður upp á lausnir sem geta leitt af sér aukna þekkingu og ekki síður áhuga á raunvísindum og tækni og þannig uppfyllt betur framtíðarþörf vinnumarkaðar.
Þátttökuskólar

Þátttökuskólar fá gott aðgengi að samstarfsfyrirtækjum og öðrum tengiliðum ásamt þjónustu og aðhaldi frá verkefnisstjóra.

Samstarfsfyrirtæki

Þátttökuskólarnir koma upp samstarfi með fyrirtækjunum eftir því sem hentar hverju sinni hvort sem það eru heimsóknir í fyrirtækin, skólana eða annað samstarf.

Verkfærakista

Í verkfærakistunni eru að finna ýmis gögn, verkefnalýsingar, verkferla og fleira sem skólarnir deila til að miðla sinni reynslu og læra hver af öðrum.

Team Spark

Þátttökuskólum býðst að fá kynningar frá Team spark, teymi verkfræðinema við HÍ sem eru að vinna að því að smíða rafmagnskappakstursbíl.

Hafðu samband