Skólar og tækni

Viðburðadagatal

Viðburðartdagatalið gefur yfirlit yfir viðburði og keppnir sem tengjast raunvísindum og tækni.

Nema hvað?

Margvígsleg myndbönd af ungu fólki sem starfar í hinum ýmsu iðngreinum. Markmiðið er að vekja áhuga á iðn,- verk- og tækninámi, skapa fyrirmyndir og hvetja ungt fólk til að íhuga þessar námsleiðir.

Micro:bit

Micro:bit er forritanleg tölva sem er hönnuð af BBC og fjölda samstarfsaðila til að vekja áhuga barna á forritun og kenna þeim forritun. Verkefnið Kóðinn 1.0 kynnir grunnatriði forritunar fyrir nemendum í 6. og 7. bekk grunnskóla.

Ævar vísindamaður

Ævar vísindamaður setur allt milli himins og jarðar undir smásjána og rannsakar eins og honum einum er lagið. Fróðleikur og skemmtun fyrir forvitna krakka á öllum aldri. (Ævar Þór Benidiktsson).

Vísindasmiðjan

Vísindasmiðja Háskóla Íslands eflir áhuga ungmenna á vísindum með gagnvirkum og lifandi hætti og styur þannig við kennslu á sviði náttúru- og raunvísinda. Heimsóknir í Vísindasmiðjuna eru grunnskólum að kostnaðarlausu.

Fréttir

Hvað er GERT?

GERT er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Mennta- og menningarráðuneytisins
Grunnmentun efld í raunvísindum og tækni

GERT tengir skólana við atvinnulífið og býður upp á lausnir fyrir nemendur og kennara í grunnskólum sem geta leitt af sér aukna þekkingu og ekki síður áhuga á raunvísindum og tækni og þannig uppfyllt betur framtíðarþörf vinnumarkaðar. GERT stuðlar að því að efla áhuga nemenda á raunvísindum og tækni ásamt námi og störfum sem því tengjast.

 • Markmið

  Samráð og ákvarðanataka á grundvelli rannsókna og gagna

 • Markmið

  Aukinn áhugi og þekking nemenda á tækifærum í raunvísindum og tækni

 • Markmið

  Aukin hæfni kennara og bættir starfsþróunar- og símenntunar-kostir í raunvísindum og tækni

 • Markmið

  Fjölbreyttir kennsluhættir og tengsl við atvinnulíf

GERT

Grunnmentun efld í Raunvísindum og tækni
GERT skólar

Þátttökuskólum GERT fer ört fjölgandi og er starf þeirra í tengslum við verkefnið fjölbreytt og misumfangsmikið en allt með því sama markmiði að efla áhuga nemenda á raunvísindum, tækni, tengdu námi og störfum.

GERT fyrirtæki

GERT tengir skólana við atvinnulífið og stuðlar að því að nemendur geti tengt nám við störf eftir mismunandi námsleiðum, fái góða mynd af fjölbreytileika atvinnulífsins og hinum ýmsu störfum innan fyrirtækja.

Verkfærakista

Markmið er að bjóða uppá verkfærakistu með lausnum fyrir nemendur og kennara sem geta leitt af sér aukna þekkingu og ekki síður áhuga á raunvísindum og tækni.

Team Spark

Þátttökuskólum stendur til boða að fá skemmtilega kynningu frá Team spark, teymi verkfræðinema við HÍ sem vinna að því að smíða rafmagnskappakstursbíl.

Hafðu samband