Áhugavert efni

Skólar og tækni er vefsíða sem stuðlar að almennri kynningu á öllu því efni og viðburðum sem tengjast skólum og tækni. Hlutverk vefsins er að vera vettvangur menntunar og fræðslu á sviði raunvísinda og tækni með áherslu á tengsl atvinnulífs og skóla.
Nema hvað?

Margvígsleg myndbönd af ungu fólki sem starfar í hinum ýmsu iðngreinum. Markmiðið er að vekja áhuga á iðn,- verk- og tækninámi, skapa fyrirmyndir og hvetja ungt fólk til að íhuga þessar námsleiðir.

Micro:Bit

Micro:bit er forritanleg tölva sem er hönnuð til að vekja áhuga barna á forritun. Micro:bit smátölvan kynnir grunnatriði forritunar fyrir nemendum.

GERT

GERT stuðlar að því að efla áhuga nemenda á raunvísindum og tækni ásamt námi og störfum sem því tengjast.

Vísindasmiðjan

Vísindasmiðja Háskóla Íslands eflir áhuga ungmenna á vísindum með gagnvirkum og lifandi hætti og styður þannig við kennslu á sviði náttúru- og raunvísinda.

Ævar Vísindamaður

Ævar vísindamaður setur allt milli himins og jarðar undir smásjána og rannsakar eins og honum einum er lagið. Fróðleikur og skemmtun fyrir forvitna krakka á öllum aldri. (Ævar Þór Benidiktsson).

Stjörnufræðivefurinn

Á stjörnufræðivefnum er að finna alls konar fróðleik úr geimnum ásamt námsefni fyrir kennara sem öllum er frjálst að nota og dreifa.

Viðburðadagatal

Vorfundur um forritun

Vorfundur um forritunarkennslu í grunnskólum landsins í Háskólanum í Reykjavík
Opna vefsíðu

Forritarar framtíðarinnar

Sjóðurinn „Forritarar framtíðarinnar” er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Um er að ræða samstarfsverkefni Skema, RB og aðila atvinnulífsins. Opna vefsíðu

Boxið

Boxið er vettvangur fyrir framhaldsskólanema til að spreyta sig á ólíkum verkefnum, reyna á samvinnu og kynnast tækni – og iðnaði á skemmtilegan hátt. Keppnin er frábær vettvangur fyrir ungt fólk sem er óhrætt við að hugsa út fyrir boxið og reyna á hugvit sitt og verklag í góðum hópi. Opna vefsíðu

Vinnustofa Kóðans

Borgarbókasafnið,Grófinni og Kóðinn 1.0 í samstarfi við KrakkaRÚV, kynna Vinnustofu Kóðans fyrir ungt fólk á aldrinum 10-15 ára. Langar þig að forrita vélmenni? Búa til einfaldan tölvuleik? Forrita hitamæli? Eða búa til umferðarljós? Komdu þá að forrita með okkur! Því forritun er fyrir alla Opna vefsíðu

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda

Þátttaka í Nýsköpunarkeppninni er fyrir nemendur í 5. 6. og 7. bekk. Þátttaka í keppninni er skemmtileg leið til að leyfa sköpunargáfunni að blómstra. Umsóknarfrestur er til 8. maí 2020 kl. 00:00 Opna vefsíðu

Stelpur og tækni

Í ár þurfum við að aðlaga okkur að breyttum aðstæðum í samfélaginu og ætlum við því að hafa daginn „online“ í þetta sinn. Það jákvæða við það er að nú getum við boðið öllu landinu að vera með. Gert er ráð fyrir að dagskráin vari frá kl. 9:30 til 12:30 ca. Við byrjum á sameiginlegri dagskrá sem verður streymt til allra þátttökuskólanna, að henni lokinni verður boðið upp á tvær vinnustofur. Opna vefsíðu

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Ekkert lokahóf verður að þessu sinni í NKG keppninni vegna Covid 19. Keppnin er rafræn að þessu sinni og var umsóknafrestur til 8. maí 2020.
Opna vefsíðu

Hvatningarsjóður Kviku

KVIKA VEITIR STYRKI TIL IÐNNÁMS Kvika hefur stofnað hvatningarsjóð í samstarfi við Samtök iðnaðarins sem veitir styrki til nema í iðn- og starfsnámi. Markmið sjóðsins er að er að umræðu og vitund um mikilvægi iðn-og starfsnáms fyrir íslenskt atvinnulíf. Opna vefsíðu

First Lego League

Tilgangur FIRST og FIRST LEGO League keppninnar er að blása ungu fólki í brjóst löngun til að skara fram úr á sviði tækni og vísinda. Markmið keppninnar er að vekja áhuga ungs fólks á vísindum og tækni, sem og að efla sjálfstraust, leiðtogahæfni og lífsleikni. Opna vefsíðu

Verksmiðjan

Verksmiðjan er nýsköpunarkeppni ungs fólks á aldrinum 13-16 ára, þar sem hugmyndir og uppfinningar verða að veruleika. Verksmiðjan hvetur ungt fólk til að taka eftir hugmyndum sínum og umhverfi og finna lausnir á ýmsum vandamálum, stórum sem smáum. Verksmiðjan 2020 hefst þann 16.janúar þegar opnað verður fyrir innsendar hugmyndir. Umsóknarfrestur er til og með 13.febrúar 2020. Opna vefsíðu

UTmessan 2019

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum sem hefur verið haldinn árlega frá árinu 2011. Opna vefsíðu

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Íslandsmót iðn- og verkgreina er viðburður sem haldinn er reglulega og stendur keppnin yfir í þrjá daga. Keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reynir á hæfni, fagmennsku og skipulagshæfileika. Opna vefsíðu

Málþing um náttúrufræðimenntun

Ráðstefna um náttúruvísindi, stærðfræði og tækni í skólastarfi á öllum skólastigum verður haldinn í Háskólanum á Akureyri. Opna vefsíðu

Haustfagnaður GERT

Haustfagnaður GERT verður haldin um miðjan október þar sem farið verður yfir dagskrá vetrarins og það sem boðið verður upp á í GERT verkefninu. Nánari dagskrá auglýst síðar
Opna vefsíðu

Hvað er GERT?

GERT er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Mennta- og menningarráðuneytisins
Grunn-mentun efld í raunvísindum og tækni

GERT tengir skólana við atvinnulífið og býður upp á lausnir fyrir nemendur og kennara í grunnskólum sem geta leitt af sér aukna þekkingu og ekki síður áhuga á raunvísindum og tækni og þannig uppfyllt betur framtíðarþörf vinnumarkaðar. GERT stuðlar að því að efla áhuga nemenda á raunvísindum og tækni ásamt námi og störfum sem því tengjast.

  • Markmið

    Samráð og ákvarðanataka á grundvelli rannsókna og gagna

  • Markmið

    Aukinn áhugi og þekking nemenda á tækifærum í raunvísindum og tækni

  • Markmið

    Aukin hæfni kennara og bættir starfsþróunar- og símenntunar-kostir í raunvísindum og tækni

  • Markmið

    Fjölbreyttir kennsluhættir og tengsl við atvinnulíf

GERT

GERT - grunnmentun efld í raunvísindum og tækni. GERT tengir skólana við atvinnulífið og býður upp á lausnir sem geta leitt af sér aukna þekkingu og ekki síður áhuga á raunvísindum og tækni og þannig uppfyllt betur framtíðarþörf vinnumarkaðar.
Þátttökuskólar

Þátttökuskólar fá gott aðgengi að samstarfsfyrirtækjum og öðrum tengiliðum ásamt þjónustu og aðhaldi frá verkefnisstjóra.

Samstarfsfyrirtæki

Þátttökuskólarnir koma upp samstarfi með fyrirtækjunum eftir því sem hentar hverju sinni hvort sem það eru heimsóknir í fyrirtækin, skólana eða annað samstarf.

Verkfærakista

Í verkfærakistunni eru að finna ýmis gögn, verkefnalýsingar, verkferla og fleira sem skólarnir deila til að miðla sinni reynslu og læra hver af öðrum.

Team Spark

Þátttökuskólum býðst að fá kynningar frá Team spark, teymi verkfræðinema við HÍ sem eru að vinna að því að smíða rafmagnskappakstursbíl.

Hafðu samband